Kynning

Nú á að fara að endurgera

stjórnarskrá Íslands

Það er mjög vandasamt verk sem krefst mikillar vinnu og festu.

 

Það eru mjög sérstækar ástæður fyrir því að ég er að bjóða fram starfskrafta mína til stjórnlagaþingsins. Ég er síðan á sérstökum tímamótum í lífi mínu og vill leggja mitt að mörkum til að ná fram lýðræðislegum breytingum á stjórnkerfi Íslands. Slíkt verður best gert með ötulli vinnu stjórnlagaþingmanna og hef ég mjög mikinn áhuga að verða einn af þeim.

Þegar að ég kom inn í þessi störf fyrir ca. um 2 mánuðum ákvað ég að nota hug minn og gott hugmyndaflug til að setja saman eitthvað algjörlega nýtt fyrir almenning. Að setja saman kerfi sem gæti tryggt almenningi miklu meiri aðgang að ákvörðunartöku til réttinda þeirra í þjóðfélaginu. Eitthvað algjörlega einstakt sem hefur engva hliðstæðu.

Að bjóða fram til stjórnlagaþingsins er því engin skyndiákvörðun hjá mér heldur hef ég verið að undirbúa mig um nokkurn tíma og unnið nákvæmlega að þeim undirbúningi með þátttöku í fundum hjá stjórnarskrárfélaginu sem og að viða að mér efni til minnar skoðunar á stjórnarskrá Íslands.

Ég er nú að nálgast þetta markmið og hef ég verið að móta algjörlega nýjar hugmyndir og setja upp. Ég er nú tilbúinn með ákveðna skel sem ég mun setja hér inn á þessa síðu. Til viðbótar er hluti af hugmyndum mínum úr skjali mínu „Okkar Ísland“ um skiptingu landsins í 5 sjálfseiningar vera skeytt inn í þessa skel.

Ég vil leggja mitt að mörkum í þeirri vinnu að endurgera stjórnarskrána. Þessvegna er ég í framboði til stjórnlagaþings.

Ég mun vinna af heilum hug í því góða verki nái ég kjöri. Og að sjálfsögðu mun ég vinna að einurð og kjósa eftir sannfæringu minni þegar að kemur að því að kjósa um hvert mál fyrir sig. Hvort sem og hversu mikið hugmyndir mínar nái fram að ganga.