Skipting landsins í 5 svæði

Ég er fylgjandi skiptingu landsins í 5 svæði sem hefðu hvert fyrir sig sjálfsstjórn. Í fyrstu mánuðum hrunsins setti ég saman skjal sem ég kalla „Okkar Ísland“. Þetta skjal sem er 44 síður sem koma inn á ýmis atriði. Þar kem ég meðal annars inn á þessa svokölluðu skiptingu landsins.

_________________________

Hér er úrdráttur úr skjalinu „Okkar Ísland“ sem snýr að skiptingu landsins:

Ísland er orðið fullt af valdablokkum sem vilja hafa áhrif á þjóðfélagið. Það er ekki lengur fólkið sjálft sem hefur áhrif í þjóðfélaginu.

Þessu þarf að breyta og búa til eitthvað nýtt! Í því skyni. Ég hef þessvegna haft áhuga á að finna leið og leiðir til stórfeldra breytinga á stjórnun í þjóðfélaginu. Eitthvað dæmi sem væri fyrir almenning en ekki einhverja sérhagsmuna aðila. Síðan hefur stórfelldur launamismunur haft sitt að segja líka.

Þó ég hafði eins og áður segir fylgt flokkum þá hef ég alltaf haft áhuga á að sjá nýjungar í stjórnun. Þessvegna hefur hugmyndin að „Okkar Íslandi“ smám saman verið að verða til  í huga mér í gegnum mest allt líf mitt. Þess ber að geta að sumt hér í þessu skjali eru nýjar hugmyndir sem hafa orðið til að undanförnu. Síðan hef ég alltaf verið að búa til og skoða siðfræðiþátt í samfélagi okkar. Eitthvað sem er ekki fjallað um hér en ég á til í öðru skjali sem þarf þó að fínisera og klára síðar. Sem endar með að verða sett inn eins og þetta skjal.

En nú er það Ísland sem skiptir mestu máli. Það þarf að finna leiðir til að við íslendingar getum í sameiningu tekist á við þann vanda sem þjóðin er komin í! Búa til eitthvað nýtt!

Því varð „Okkar Ísland“ stjórnunarhugmynd til og kláruð.

Nú þurfum við fyrir alvöru að þora að búa til eitthvað nýtt fyrir afkomendur okkar og framtíðina! Ég vonast auðvitað eftir því að „Okkar Ísland“ geti verið gott innlegg í þá framtíð. – Hugmyndir sem hægt væri að þróa og nota.

Ég sem þegn þessa lands hef fylgst með því sem fer fram á vettfangi þess. Ég hef fylgst með störfum Alþingismanna eins og ég hef getað. Ég hef fylgst með störfum Ríkisstjórnar eins og ég sem þegn þessa lands hef kost á. Og ég hef fylgst með störfum Seðlabanka þegar að mér hefur fundist þörf á.

Ég hef tekið eftir málþófi eftir málþófum. Getgátum eftir getgátum þar sem annaðhvort er svarað (sem þó oft er eins lítið og hægt er) með útúrsnúningum eða litlum sem engum svörum. Í mörgum tilfellum hafa þessir herrar engin svör við neinu en vilja ekki viðurkenna það og halda ef málum sé hægt að svæfa þá gleymist þau og ekki lengur sé þörf á svörum.

Ég á sínum tíma mætti alltaf til að kjósa í öllum kosningum. Þægur þegn kaus ég auðtrúa á það að mitt atkvæði hefði vægi til þess að þeir sem ég kaus mundu sjá til þess að finna leiðir til að þjóna mér og öllum öðrum þegnum þessa lands til jafns. ÉG VAR AUÐTRÚA.

Valdskipting

a) Íslandi yrði skipt í 5 svæði

1. Vestursvæði

2. Norðursvæði

3.  Austursvæði

4. Suðursvæði

5. Höfuðborgarsvæði

b) Þessum svæðum er skipt niður í 5 þingsvæði sem eru 1 á hverju svæði.

1. Vesturþing

2. Norðurþing

3. Austurþing

4. Suðurþing

5. Borgarsvæðisþing

Hringrás valdsins

Aðal tilgangurinn er að færa völdin til fólksins og fá almenning til að taka virkan þátt í stjórnun. Til að hafa áhrif á gang mála, fyrst innan sveitarinnar, síðan innan svæðisþings og   svo á Alþingi. Sá sem hefur áhuga á valdi getur þannig komist í stjórnun á öllum stigum valdkerfisins. Þessari hringrás er náð með að almenningur er kosinn í ákveðinn tíma í sveitarstjórn, fer síðan inn í svæðisþing sem svæðisþingmaður og endar síðan sem alþingismaður á aðal Alþingi.

Hugsunin á bak við Okkar Ísland er sú að tryggja sem best að valdið færist til fólksins sjálfs. Þannig dytti alveg niður orðtökin: Ráðherrar og Ráðherravald.

Eftir skoðun mína um hvernig væri best að skipta valdi niður sýnist mér að best væri að hvert þrískiptavald fyrir sig væri tvískipt. Auðvitað er ég ekkert lærður á þessu sviði og mættu þessvegna fræðimenn útfæra hugmyndina betur. En takmarkið er að fólkið sjálft fái sem mest ráðið. Þannig:

Löggjafarvald er á Svæðisþinginu með umsjón svæðisþingmanna en í samvinnu við efnahagsstjórn.

Framkvæmdavald er hjá  efnahagsstjórn með embættismönnum, fulltrúum (þingmönum af svæðisþingi) og aðal Alþingismönnum.

Dómsvald er í Efnahagsstjórninni en mjög nauðsynlegt að svæðisþingmaður eigi fulltrúa. Þannig tildæmis fulltrúi fólksins (og talsmaður) við hvert dómsmál.

Athugið að með þessu fyrirkomulagi þá eru svæðisþingmenn nokkurskonar yfirmenn á svæðinu ásamt embættismönnum. Þannig koma engvir stjórnarmenn (frá Ríki) inn á svæðisþing til að koma með nein frumvörp. Frekar er það þingmenn sem setja í gang mál og undirbúa löggjöf og mæta með það tilbúið inn í efnahagsstjórnina sem framkvæmir það síðan. En færir málið áfram yfir á Aðalþing ef þurfa þykir.

Ef mál hefur farið inn á aðalþing þá þarf það að fá aðra umræðu af aðalþingmönnum sem senda það síðan yfir á aðlastjórn landsins.

Athugið að varðandi svona valdskiptingu þurfa auðvitað svæðisþingmenn að vera vel undirbúnir til að koma að málum. Auðvitað geta þeir komið saman og unnið að slíkum undirbúningi. Þ.e. undirbúið félaga sinn undir starf. Ætlunin er sú að þeir sem vinna í sveitarstjórn noti einvern tíma til að fylgjast með svæðisþingi rétt áður en þeir taka til starfa þar. Gera þeir það til undirbúnings að verða svæðisþingmaður.

________________________

Síðan að ég setti saman „Okkar Ísland“ hef ég verið að þróa enn betur hugmyndir mínar sem eru þar á bakvið.  Meðal annars hef ég þróað upp þann hluta sem snýr að stjórnun landsins alls, eins og sjá má hér á þessari síðu:

https://gudnikarl.wordpress.com/category/skel-a%C3%B0-hugmyndum/

Í „Okkar Ísland“ get ég þess að það mætti byrja að kjósa í sveitarstjórn og síðan eftir ákveðinn tíma fari sá sem er kosinn á svæðisþingið sem þingmaður þar.

Síðan skrifa ég að svæðisþingmaður yrði sjálfkrafa þingmaður á aðalþingi Íslands. En varðandi nýju hugmyndina mína um stjórnun landsins varðandi stjórnarskrá og lögbók þá væri vel hægt að útfæra það þannig að allir þeir sem koma inn af svæðisþingi væri kosið um fyrir nýja fyrirkomulagið.

________________________

Rökin fyrir skiptingu landsins

_________________________________________________

1. Hvert svæði hefði yfirumsjón með lögum þeim sem snúa að svæðinu sjálfu

2. Nálægðin við íbúasvæðin gerir auðveldara að halda utan um stjórnunina

3. Nálægðin við íbúasvæðin getur sett í gang stóraukna sköpun á verðmætum

4. Nálægðin við íbúasvæðin eykur samstarf og samhyggð íbúanna til að ná árangri

5. Nálægðin við íbúasvæðin auðveldar fólki að fá atvinnu og halda henni vegna sköpunargleðinnar

________________________

Eitt af aðal atriðum í samþættingu þessara hugmynda er að með þessu fyrirkomulagi þá minnkar þörfin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur og er það meðal annars vegna stóraukinnar þátttöku almennings í ákvarðanatöku á réttindum þeirra.

________________________