Um mig

Landslögin til fólksins

 

Ég er fæddur Í Reykjavík 23 Júlí 1954 í verkamannafjölskyldu sem var fimm manns (3 Kvk.+ 2 Kk.).  Á fyrstu árum ævi minnar fluttumst við á milli heimila. Bjuggum á stöðum eins og í Bragga vestast á Vesturgötunni, í litlu húsi bakvið Jón Loftsson og í litlu húsi við Klapparstíg 18. Þar sem ég handleggsbrotnaði 5 ára.

Lengst af bjó fjölskyldan á efri hæð í húsi Danska Politísins í Reykjavík að Hverfisgötu 23 þar sem nú er Lýðveldisgarður Íslands (1994). Húsið var staðsett upp við stórt tré (sem stendur enn) við hliðina á húsi Bókbindara: Þjóðleikhús>Bókbindarahús>.

Lengst af í barnauppeldinu bjó ég því í húsum sitthvorum megin við Danska Sendiráðið. Að Klapparstíg 18 frá 5 til 7 ára. En á Hverfisgötunni í tvisvar, 8 til 11 og 12 til 14 ára. En í millitíðinni í Bauganesi í stóra- Skerjafirði.

Þegar að ég var um það bil 1 1/2 árs  fékk ég mænuveiki. Skekktist vinstri fóturinn á utanverðan jarkann + táberg kreppt + spennta stórutá og fóturinn var styttri frá hæl fram að tám. Þessi veiki hafði mikil áhrif á líf mitt, sérstaklega þegar að ég var barn.

Að mörgu leyti átti ég þó góða barnæsku. Sérstaklega þó eftir skólatíma. Ég var snemma farinn að vinna fyrir mér. Eins og að selja og bera út blöð.

Ég var í ýmsum vinnum hér og þar úti í þjóðfélaginu, bæði í Reykjavík og úti á landi. Þar má telja, verkamannavinnu við jarðveg og byggingavinnu við múrara og trésmiðahandlang + verksmiðjuvinnu hjá nokkrum fyrirtækjum. Ég hef líka unnið við lager og skrifstofustörf. Seinna tók svo fiskvinnan við. Við hana hef ég starfað út um allt land eins og á Ólafsvík, Flateyri, Raufarhöfn og Höfn Hornafirði. Þetta var á árunum 1979 til 1991 . Samt fór ég í þrjár aðgerðir á vinstra fótinn á árunum 1980 til 1985 og var samtals í ca. 37 vikur í gifsi (12+12+13). Átti að rétta fótinn og setja í eðlilega stöðu með staurlið (sinkli/um) en náði ekki almennilega að gróa sem og vegna álagsslits.

Síðan gerist það að ég missti næstum fótinn í byrjun desember 2002 þegar að rann til og klemmdi fótinn á milli rimla á stiga sem hrundi undan mér við vinnu að jólaskreytingu í verslunarmiðstöð. Brotnuðu bæði beinin á mjög svipuðum stað þar aðgerðir höfðu verið áður gerðar á fætinum. Nú þurfti ég að vera um 8 vikur í gifsi. Samtals hef ég því verið í um það bil 45 vikur í gifsi um ævina á sama fæti, á sama stað.  Alltaf að vinna þegar að ég komst í gang……….Ég geng með málmplötu og nokkra nagla í fætinum og get ekki unnið nema ganga í sérsmíðuðum skóm.

Í dag starfa ég sem öryggisvörður í Mjódd og hef verið starfandi þar síðastliðin 7 ár. En á síðastliðnum 17 árum hef ég verið starfandi í 14 ár sem öryggisvörður en húsvörður þess á milli.

Menntun

Ég kláraði gamla 4 bekkjarprófið. Síðan þá hef ég klárað hluta af verslunarbraut í öldungadeild og stundað nám í bókhaldi.

Ég hef mikla sjálfsmenntun í ýmsu eins og tildæmis, viðskiptum með hlutabréf með tæknigreiningu (ma. sjálfsnám í ca. 6 ár í candlestick + smá lesningu á úrkomutölum fyrirtækja) (USA), gjaldeyrisviðskipti (með rauntímahermi + smá PIP lærdóm). Sem og ýmislegt annar lærdómur eins og á tölvur, samsetningu og smá html forritun +.

Áhugamál

Sund, útivera, ljósmyndun, bridds, skák, tölvur, vísindi (heimspeki + siðferði + trúfræði + stjörnufræði) og ýmislegt fleira.