Áherzluatriði mín

Hér eru áherzluatriði mín varðandi stjórnarskrána:

Gott fólk. Ég kem til þessa framboðs míns algjörlega laus við hagsmunasamtakatengsl eða flokkatengsl. Ég mun nota starfskrafta mína af einlægni, vinnugleði, hreinskilni og góðu viðmóti. Sem og krafti, vönduðum vinnubrögðum og miklum áhuga á málefninu. Verði ég kjörinn.

Ég hef myndað mér sterkar skoðanir hvað á að vera inn í nýrri stjórnarskrá og hef af mikilli staðfestu kynnt mér stjórnarskrármálefni síðustu mánuði.

Ég hef myndað mér mínar skoðanir og mín sérstöku áherzluatriði um hvað ætti að vera inn í stjórnarskrá Íslands:

* Lýðræðið komi frá fólkinu og til baka til fólksins

með sérstakri valddreyfingu sem virki í báðar áttir

* Persónukjör sé framkvæmt á fullkomlega lýðræðislegan hátt

með þverpólitísku persónukjöri á persónur sem og flokka

*  Þrí-skipting valdsins sé tryggilega skipt niður í fasta þætti og sé greinilegt og ófrávíkjanlegt í stjórnsýslulögum stjórnarskrár

*  Að á stjórnsýslulög stjórnarskrár sé sett sérstök trygging fyrir því að lög hennar verði virt og farið eftir, með sérstökum dómstól eins og stjórnlagadómstól þar sem fólk getur leitað til ef það telur að hafi verið brotið á sér

hvernig sem farið verður að því á réttlátan hátt

* Að valdinu verði réttlátlega skipt niður þannig að almenningur fái notið áhrifa frá skoðunum sínum, þær farið yfir og virðing sé borið fyrir þeim

* Að öll lög um mannréttindi sem yrðu mögulega sett í stjórnarskrá fái sérstakar útskýringar þannig að tryggt verði að mannréttindi verði virt

* Að fólk fái að kjósa á allt batteríið sem sé ríkistjórn, stjórnlagaþingmenn og alþingismenn sem og nefndir um málskotsrétt, landsdóm og stjórnlagadómsdól

að almenningur fái að hafa sérstök áhrif á þær kosningar með atkvæðum sínum og hugmyndum

* Að draga úr völdum einnar persónu og færa völdin til fjölda persóna

tildæmis að draga úr völdum Forseta Íslands og gera hann að andliti landsins

* Að setja sérstök lög um upplýsingaskyldu

og skilgreina það vald mjög vandlega sem tryggja að eftir þeim lögum verði farið

* Að tryggja valdþættina þannig að ekki geti komið upp aðstæður sem mismunandi túlkanir geti komið upp

bæði á efnisatriði stjórnarskrár sem og önnur atriði á valdstig stjórnsýslunnar (valdaeftirlit)

* Að gera sérstaka útskýringu í stjórnarskrána sem segir frá hvernig land Ísland er og hvernig íbúar séu sem búi í landinu

fjallað verði sérstaklega um grunnþætti íslendingsins krafta hans og getu sem og hvernig hann kemur að samþættingu alls íbúasamfélags landsins

* Að fjalla um í stjórnarskrá Íslands hvaðan við séum komin

og komið inn á sérstaka sögu landsins okkar. Að sérstakur kafli í byrjun stjórnarskrár fjalli um þetta atriði

* Að setja sérstök ákvæði í stjórnarskrá um náttúruvernd sem og varða þjóðgarða

þau svæði sem undir engum kringumstæðum megi hrófla við

* Að setja atriði í stjórnarskrá um hvernig auðlindamálum verði háttað

eins og að auðlindir séu í eign þjóðarinnar sem og skilgreiningu á ákvæðum þess

* Að tryggja mannvernd í umhverfi landsins

* Að ákvæðum um ferðaþjónustu verði sett inn í stjórnarskrá??

* Að  sett verði í gang og sett inn í stjórnarskrá sérstakt ákvæði um afkomuvald almennings!

útskýrt hvernig og hvað það er, sérstakt afkomuvald almennings sem tryggir meðal annars afkomu og búsetufesti fjölskyldunnar!

Ýmislegt fleira er sem ég vil koma að. En vil benda á þau atriði sérstaklega sem koma að því hvernig aðferðir ég hef áhuga á að verði notuð til að ná þessum atriðum fram.

Previous Older Entries Next Newer Entries