Stutt úrtak úr hugmyndum mínum!

Lögin yfir allt landið til fólksins!

Með lögunum til fólksins geta hópar sem og almenningur komið að gerð lagana þegar að þau verða tímanlega tekin fyrir.

Ég hef verið að gera könnun um þetta og spyrja fólk um þessar hugmyndir og hef ég fengið mjög jákvæð viðbrögð við þessum hugmyndum!


1. Þverpólitískt persónukjör á framkvæmdavaldið (ríkistjórn).


2. Ríkistjórn samansett af fulltrúum a) dómsvalds, b) fulltrúum almennings c) fulltrúum flokka.


3. Löggjafarvaldið vegna lagagerðar yfir allt landið sett á sérstaka lögbók með temprun dómsvaldsins og þátttöku ríkistjórnar.


4. Landslögin sett á tímasetningu á lögbókina til að þau verði skipulega tekin fyrir.


5. Aðkoma almennings og hópa að landslögunum eins og tildæmis öryrkja og eldri borgara (gegnum almannaróminn og almannaþingið)!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!


6. Alþingismönnum fækkað og ekki kosið þangað inn. Alþingi yfir allt landið sæi aðeins um að snýða lögin til og skila til baka kláruð til frumvarps sem ríkistjórn fer yfir og setur á Lögbókina.


7. Landið eitt kjördæmi til kosningar á ríkistjórn og fyrir lögbók/landslögin.


8. Landinu skipt í 5 nokkurskonar sjálfstjórnarsvæði þar sem svæðisþingmenn sæu um afgreiðslu á lögum sem snúa að svæðinu.Vegna nálægð við íbúana væri hægt að tryggja betri nálgun á atvinnu og uppbyggingu svæðisins.


9. Þverpólitískt persónukjör á svæðin sem byrjar fyrst í sveitarstjórn og rennur svo eftir færslukerfi inn í svæðisþing (kosið á sveitarstjórn en ekki svæðisþingið og þeir sem hafa verið í sveitarstjórn fari á svæðisþingið eftir ákveðinn tíma).


10. Stór minnkun á valdsviði forseta Íslands. Hann aðeins andlit landsins eða embættið lagt niður?


11. Málskotsrétturinn á almenning (sérstök nefnd sem kosið er í kemur með tillögur á ríkistjórn og almannaþingið.


12. Almenningur og hópar geta komið með tillögur að þjóðaratkvæðagreiðslum og gera það inn á almannaþingið, þar sem 5 (kosnir) almannaþingmenn taka við tillögum og bera undir nefndina.


13. Kosið á sérstakan landsdóm: fulltrúar dómsvaldsins, embættismanna og almennings.


14. Stjórnlagaþingið alltaf starfandi (helst kosið inn á það um leið og kosið er í ríkistjórn).


Með landslögin til almennings er hægt að fá almenning til að taka þátt í lýðræðinu. Þar sem almenningur getur undirbúið sig (og hópar) þegar að lögin yrðu tekin fyrir (eftir tímasetningu á lögbókinni).

Previous Older Entries Next Newer Entries