Áherzlur

Hér eru áherzluatriði mín:


Gott fólk. Ég kem til þessa framboðs míns algjörlega laus við hagsmunasamtakatengsl eða flokkatengsl. Ég mun nota starfskrafta mína af einlægni, vinnugleði, hreinskilni og góðu viðmóti. Sem og krafti, vönduðum vinnubrögðum og miklum áhuga á málefninu. Verði ég kjörinn.

Ég hef myndað mér sterkar skoðanir hvað á að vera inn í nýrri stjórnarskrá og hef af mikilli staðfestu kynnt mér stjórnarskrármálefni síðustu mánuði.

Ég hef myndað mér mínar skoðanir og mín sérstöku áherzluatriði um hvað ætti að vera inn í stjórnarskrá Íslands. Ég vil sérstaklega taka það fram að ég hef unnið að hverjum atriðum fyrir sig og hef efni þess í mínum fórum.

***** Hér eru þessi áherzluatriði sem ég vil vinna að: *****

* Lýðræðið komi frá fólkinu og til baka til fólksins

með sérstakri valddreyfingu sem virki í báðar áttir

* Persónukjör sé framkvæmt á fullkomlega lýðræðislegan hátt

með þverpólitísku persónukjöri á persónur sem og flokka(besta vægið er að kjósa sér 4 persónur tvær á milli (á sitt hvorn flokkinn) flokkana á stefnumál og flokkur óraðað á lista. Hinar tvær á persónur utan flokka.

*  Þrí-skipting valdsins sé tryggilega skipt niður í fasta þætti og sé greinilegt og ófrávíkjanlegt í stjórnsýslulögum stjórnarskrár

*  Að á stjórnsýslulög stjórnarskrár sé sett sérstök trygging fyrir því að lög hennar verði virt og farið eftir

hvernig sem farið verður að því á réttlátan hátt. Eins og tildæmis að sett verði dómstóll og viðurlög. Tildæmis eins og tafarlaus brottvitning þingmanna þeirra sem sannað er að brjóti lög stjórnarskrárinnar.

* Ég vil setja inn í stjórnarskrá bindingu á þingmenn sem er kosnir þannig:

að koma í veg fyrir að þeir geti skipt um flokk eftir að þeir hafa verið kosnir af almenningi. Eins og tildæmis að geta skipt um flokk til þess eins að komast inn í meirihlutann. Vegna þess að þetta sem hefur tíðkast er óvirðing við kjósanda þess sem hefur kosið tiltekin þingmann!

* Að valdinu verði réttlátlega skipt niður þannig að almenningur fái notið áhrifa frá skoðunum sínum, þær farið yfir og virðing sé borið fyrir þeim

* Að öll lög um mannréttindi sem yrðu mögulega sett í stjórnarskrá fái sérstakar útskýringar þannig að tryggt verði að mannréttindi verði virt.

Ef ekki fæst að lög um mannréttindi fáist sett á lögbók (vegna þess að með því væri hægt að taka lögin fyrir náist þau ekki að klárast), þá verði þau vandlega skipt niður í kafla. Athugið að mannréttindakaflinn er einn sá kafli stjórnarskránar sem krefst mestrar vinnu við. Er ég að vinna að þeim kafla.

* Að endurskoðuð verði lög um Þjóðkirkjuna

og skoðað hvaða fyrirkomulag væri best fyrir þjóðina. Þau atriði unnin vandlega. Eins og tildæmis að skoða hvort einhver aðskilnaður  (í áföngum?) geti orðið.

* Að fólk fái að kjósa á allt batteríið sem sé ríkistjórn, stjórnlagaþingmenn og alþingismenn sem og nefndir um málskotsrétt, landsdóm og stjórnlagadómsdól

Ég hef mikinn áhuga á að almenningur fái að kjósa sér sjálft  ríkistjórnina vegna þess að með því móti er ríkistjórn ekki valin af flokkunum eftir alþingiskosningar heldur almenningi sjálfum. Ég hef líka áhuga á því að ríkistjórn sé mynduð jafnt úr öllum flokkum og persónum. Að það sé enginn sérstakur meirihluti, því svoleiðis fyrirkomulag er eitt af því sem veldur valdastreytu inni á alþingi.

Sem og meðfram því að fá að kjósa á flest allrar skiptingar stjórnsýslunnar sem mögulegt væri.

að almenningur fái að hafa sérstök áhrif á þær kosningar með atkvæðum sínum og hugmyndum

* Ný hugmynd sem möguleiki: Að ríkistjórn og alþingi sé valið inn án oddamanns

þannig að enginn meirihluti sé og kjörnir fulltrúar komi sér að samkomulagi. Ef eftir kosningu á lok laga (eða máls) að mál standa jafnt í atvkæðagreiðslu þá skuli þessir fulltrúar leitast eftir kviðdómi almennings til að klára málið. Að almenningur fái þannig vald ef kjörnir fulltrúar á stjórnsýsluna komist ekki að samkomulagi og fólk velji sér þá persónu sér sjálft. (ath. er með sérstaka útfærslu á þessari hugsun í mínum bókum!).

* Að draga úr völdum einnar persónu og færa völdin til fjölda persóna

tildæmis að draga úr völdum Forseta Íslands og gera hann að andliti landsins. Ég vil að málskotsrétturinn sé settur á sérstakt ráð (óflokksbundið ráð) þannig að þar inn geti fólk komið með hugmynd að þjóðaratkvæðagreiðslum. Með þessu móti hefur fólk aðgengi með sínum áhrifum og skoðanir almennings miklu sterkari (tildæmis eftir stóra skoðanakönnun). Þannig verða áhrif almennings sterkari!

Ástæða þessa líka er:

við getum alltaf átt hættu að kjósa okkur forseta sem er tengdur inn í einhvern flokkinn. Hvernig fer hann með málskotsréttinn ef almenningur er að fara fram á þjóðaratkvæðagreiðslu ef tengslaflokkur hans er með meirihluta á alþingi?  Það getur orðið til þess að fólk fengi ekki þjóðaratkv. greiðsluna. Þessi hætta er alltaf möguleiki ef forseti hefur málsskotsréttinn sem ég vill koma í veg fyrir!

* Að setja sérstök lög um upplýsingaskildu

og skilgreina það vald mjög vandlega sem tryggja að eftir þeim lögum verði farið

* Að tryggja valdþættina þannig að ekki geti komið upp aðstæður sem mismunandi túlkanir geti komið upp

bæði á efnisatriði stjórnarskrár sem og önnur atriði á valdstig stjórnsýslunnar (valdaeftirlit)

* Að gera sérstaka útskýringu í stjórnarskrána sem segir frá hvernig land Ísland er og hvernig íbúar séu sem búi í landinu

fjallað verði sérstaklega um grunnþætti íslendingsins krafta hans og getu sem og hvernig hann kemur að samþættingu alls íbúasamfélags landsins

* Að fjalla um í stjórnarskrá Íslands hvaðan við séum komin

og komið inn á sérstaka sögu landsins okkar. Að sérstakur kafli í byrjun stjórnarskrár fjalli um þetta atriði

* Að setja sérstök ákvæði í stjórnarskrá um náttúruvernd sem og varða þjóðgarða

þau svæði sem undir engum kringumstæðum megi hrófla við. Náttúruauðlind er ekki sama og atvinnuauðlind!

Athugið að ég er að vinna að eigin kafla um þetta.

* Að setja atriði í stjórnarskrá um hvernig auðlindamálum verði háttað

eins og að auðlindir séu í eign þjóðarinnar sem og skilgreiningu á ákvæðum þess. Hér komum við að einhverri erfiðistu vinnu í stjórnarskránni sem mun standa einna lengstan tíma. Helgast það til af því hversu margra atriða verður að taka tillit til þegar að sett verða lög um auðlindamál.

Að vinna við að breyta stjórnarskránni mun taka miklu lengri tíma en 2 eða 4 mánuði þannig að vel sé. Það eru svo ótal mörg atriði hennar sem þarf að fara vandlega yfir. Eins og þessi mikli og langi kafli um auðlindirnar.

Þetta er enn eitt atriðið sem styður undir að hafa lögbók með tímasetningu! Því þá væri hægt að vinna þessi lög smám saman! En ég mun að sjálfsögðu vinna að þessari grein og koma vel undirbúinn með minn kafla um hana!

* Að tryggja mannvernd í umhverfi landsins

Þetta atriði vinnur inn í náttúrverndinn og á heima með henni

* Að ákvæðum um ferðaþjónustu verði sett inn í stjórnarskrá??

Þetta atriði vinnur inn í náttúrverndinn og á heima með henni

* Að  sett verði í gang og sett inn í stjórnarskrá sérstakt ákvæði um afkomuvald almennings!

Útskýrt hvernig og hvað það er, sérstakt afkomuvald almennings sem tryggir meðal annars afkomu og búsetufesti fjölskyldunnar!

Ég skrifa um þetta hér ef ekki næst þetta „Afkomuvald“ sem er eitt af baráttumálum mínum. Ég vil þó tryggja að settur verði sérstakur kafli um lífsviðurværistryggingu inn í stjórnarskrána!

Ýmislegt fleira er sem ég vil koma að. En vil benda á þau atriði sérstaklega sem koma að því hvernig aðferðir ég hef áhuga á að verði notuð til að ná þessum atriðum fram.